Alt Text

Glass House 50

Glass House 50 er stórbrotið og stílhreint timburhús frá Kontio, sem fangar fegurð nútímalegrar hönnunar og náttúrulegra efna. Húsið er hannað með stórum glerflötum sem opna fyrir flæði náttúrulegs ljóss inn í heimilið og skapa bjart og loftmilt rými. Glass House 50 er tilvalið sem heilsárshús eða frístundahús fyrir þá sem leita að hágæða heimili sem tengir þau við náttúruna á einstakan hátt.

Verð: kr. 18.500.000

Upplýsingar🌿


Stærð hússins: 50 m²
  • Herbergjafjöldi: 3 herbergi
  • Stíll: Nútímaleg hönnun með einföldu pulpettakti (halli)
  • Loftgæði: Heilnæmt og dásamlegt
  • Gluggar: Stórir K-DK Wood gluggar með Nano Pine yfirborðsmeðferð og þreföldu öryggisgleri
  • Byggingarefni: Laminated log 205*275 S SL Arctic Pine eðalfura til að tryggja styrkleika og stöðugleika við allar veðuraðstæður
  • Þakgerð: Þak með 35 gráðu horni og lokað með þakpappa

Innifalið í verði:

  • Bjálkar og veggir: Laminated log 205*275 S SL, með innveggjum sem eru klæddir með gifsplötum og bjálkaklæðningu
  • Þak: Þakplötur, vindvörn, vatnsheld þakhimna og loftklæðningar
  • Gluggar: K-DK Wood gluggar með þreföldu gleri (3K) og Nano Pine yfirborðsmeðferð fyrir betri einangrun og orkunýtni
  • Hurðir: K-exterior hurðir með þriggja punkta læsingu og innri hurðir úr hvítmálaðri MDF
  • Verönd: Gólfborð fyrir verönd, gólfbitar og tröppur

Gólf og blautrými:

  • Gólfplötur með einangrunarþykkt 120 mm fyrir þægindi og hitaeinangrun. Blautrými eru með steyptum plötum.

Afhending og flutningur:

  • Húsið er afhent til Eimskip frá verksmiðju í Pudasjärvi, Finnlandi, og er tryggt alla leið að lóð kaupanda. Flutningur fer fram með 40 feta gámum.

Glass House 50 A er hið fullkomna frístundahús fyrir þá sem vilja blanda saman fallegri nútímalegri hönnun og hagnýtri lausn fyrir orkusparnað og vellíðan.

Flutningur á Kontio húsum er skipulagður með hámarks skilvirkni og öryggi. Húsið er pakkað og flutt í tveimur 40 feta gámum, sem tryggir að allir hlutar séu vel varðir á ferðalaginu. Afhending fer fram beint frá Sundahöfn eða á lóð kaupanda, allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Varan er tryggð frá framleiðanda og alveg að lóð kaupanda, sem tryggir að þú getur treyst á öruggan flutning alla leið. Eimskip er okkar flutningsaðili og sér um að húsið þitt komist örugglega á áfangastað, hvort sem það er í Sundahöfn eða byggingarlóð.


Image

Glass House 50 A er fullkomið smáhýsi sem sameinar nútímalega hönnun og hlýlegt innra rými. Hér eru þrjár mismunandi útfærslur sem gefa möguleika á fjölhæfu skipulagi eftir þörfum og smekk hvers og eins.

Hver þessara útgáfa býður upp á nútímalegt og vel skipulagt rými, sem er hannað til að njóta náttúrunnar í kring, með áherslu á þægindi og samveru.

Image

Glass House A:

Þessi hönnun býður upp á stórt opið rými þar sem stofa (olesk) og borðstofa tengjast beint við eldhúsið. Stór verönd (terassi) liggur út frá stofunni, sem er tilvalin fyrir útivist og notalegar stundir utandyra. Smærri svefnherbergi (mh) er með aðgengi að baðherbergi (pe), sem staðsett er nálægt innganginum (et) ásamt einu stærra svefnherbergi. Fataskápar við inngang.

Image

Glass House B:

Þessi hönnun býður upp á stórt opið rými þar sem stofa (olesk) og borðstofa tengjast beint við eldhúsið. Stór verönd (terassi) liggur út frá stofunni, sem er tilvalin fyrir útivist og notalegar stundir utandyra. Smærri svefnherbergi (mh) liggur rétt við innganginn (et) ásamt einu stærra svefnherbergi sem liggur að baðherberginu og veröndinni. Fataskápar við inngang.

Image

Glass House C:

Útfærsla C sameinar opið eldhús, stofu og borðstofu í eitt stórt rými en þvittahús er fyrir aftan eldhus innréttinguna, svefnherbergið er staðsett aftarlega í húsinu. Baðherbergið er staðsett í sér húsi sem er þá fyrir utan húsið þar sem er einnig sauna. Sjá td. Glass House 15. Stór verönd býður upp á aukið pláss til útivistar. Þetta skipulag hentar vel fyrir þá sem vilja njóta fallegs útsýnis frá sameiginlegu svæði heimilisins.

Image

Rýmið innanhúss

Rýmið innandyra í Glass House 50 sameinar einfaldleika og notalega hönnun með náttúrulegu efnisvali. Stórir gluggar hleypa náttúrulegu ljósi inn í rýmið og tengja innandyra umhverfið fallega við náttúruna utan dyra. Arctic Pine timburveggir gefa heimilinu hlýja og náttúrulega áferð sem bætir mýkt við nútímalega, hreina stílinn. Opið skipulag gerir rýmið fjölhæft, þar sem stofa og borðstofa flæða saman við eldhúsið, sem er tilvalið fyrir samveru og móttökur. Stór verönd við húsið eykur tengslin við náttúruna og gerir húsið fullkomið fyrir þá sem vilja njóta útivistar á þægilegan hátt.

Image

Glass House 50 er fullkomið val fyrir þá sem vilja sameina þægindi, glæsileika og gæði í eina heild. Hönnunin er sveigjanleg og hægt að aðlaga að óskum kaupanda

Gluggar og hurðar

Gluggarnir í Glass House 50 eru af gerðinni K-DK Wood, sem sameina styrkleika og hlýleika viðar með háþróaðri tækni. Þeir eru með Nano Pine yfirborðsmeðferð, sem eykur veðurþol og lengir endingu þeirra, ásamt því að halda náttúrulegri og fallegri áferð timbursins. Þessi yfirborðsmeðferð tryggir að gluggarnir haldist eins og nýir í langan tíma, jafnvel í erfiðum veðurskilyrðum.

K-exterior útihurðirnar, sem einnig eru með Nano Pine yfirborðsmeðferð, eru sérstaklega hannaðar til að veita hámarks veðurþol og öryggi. Þær eru útbúnar með þriggja punkta læsingakerfi og hertu öryggisgleri, sem tryggir bæði öryggi og styrk, auk þess að halda glæsilegri fagurfræði. Þessi hurðalausn býður upp á bæði endingargóða og stílhreina lausn sem hentar fyrir fjölbreytt veðurskilyrði.

Með þessum glugga- og hurðalausnum tryggir Kontio að Glass House 50 sé ekki aðeins glæsilegt í útliti heldur einnig vel einangrað og sterkt hús, fullkomið fyrir þá sem meta gæði, öryggi og langlífi húss síns.

Image
Baldvin Baldvinsson
Baldvin BaldvinssonSala & hönnun
Þéttari texti

Faxafeni 10, Reykjavík

Sími 888 0606

Netfang: baldvin@listhus.is

Sölumenn

Kíktu í heimsókn eða bókaðu fund með sölumanni

Arnar Guðmundsson
Arnar GuðmundssonLöggiltur fasteignasali:
Þéttari texti

Skipagata 2, Akureyri

Sími 773 5100

Netfang: arnar@fastak.is

Image
Image

Íslenskir byggingarstaðlar!

Öll hús sem við bjóðum upp á eru hönnuð og byggð í samræmi við íslenskar byggingaraðferðir og uppfylla allar kröfur íslenskra laga og reglugerða. Við fylgjum ströngustu stöðlum til að tryggja öryggi, gæði og endingu mannvirkja okkar, í samræmi við gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012

Image
Kontio timburhús eru hagkvæmari í byggingu, náttúrulega einangruð, einstök loftgæði og spara hitakostnað

Einangrun

- Spurningar og svör um einangrun Kontio húsana

Image

Kontio hús eru hönnuð með hægvaxta Arctic Pine furu til að tryggja að húsin haldi hlýju og þægilegu innilofti jafnvel í köldustu veðurskilyrðum. Með náttúrulegum eiginleikum timbursins, þreföldu öryggisgleri og 45cm þykkri ull í þaki, eru Kontio hús fullkomin lausn fyrir íslenska kaupendur sem leita að orkusparandi og hlýlegum heimilum.

Kontio hús eru hönnuð til að þola mjög mikinn kulda og halda jöfnum hita og þægindum, jafnvel þegar hitastigið fer niður í -30 til -40°C. Þetta er mögulegt vegna frábærrar einangrunargetu Arctic Pine timbursins, ásamt viðbótareinangrun eins og þykkri ullareinangrun í þaki og þriggja laga gluggum. Þessi samsetning tryggir framúrskarandi hitastýringu og orkunýtni, sem gerir Kontio húsin fullkomin fyrir frosthörkur á norðurslóðum.

Image

KONTIO er stærsti framleiðandi timbur einingahúsa í heiminum með yfir 50 ára reynslu.

KONTIO framleiðir árlega yfir 2.000 timburhús sem eru seld til um 20 landa. Kontio er með 50 ára reynslu í húsasmíði og hafa framleitt yfir 50.000 hús
Image

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Image

Glæsileg garðhús frá Juliana
&
gróðurhús frá Halls

Sjá hér: www.uxhome.is

Image