Glass House 2

HEILSÁRSHÚS

Alt Text

Glass house 2 - 140

Glass House 2 er glæsilegt funkishús frá Kontio, hannað með nútímalegri hönnun og náttúrulegum efnum til að tryggja hámarks orkunýtni og þægindi. Þetta hús hentar bæði sem heilsárs- og sumarhús, þar sem mikil áhersla er lögð á björt og opinskár rými með stórum gluggaflötum sem hleypa náttúrulegu ljósi óhindrað inn. Húsið er byggt úr einstaklega endingargóðu Arctic Pine™ snjalltimbri sem veitir bæði mikinn styrk og náttúrulega einangrun.

Verð 36.000.000

Upplýsingar🌿

Glass House 2 er glæsilegt funkishús frá Kontio, hannað með einfaldri og tímalausri hönnun þar sem náttúruleg efni og snjall uppbygging úr Arctic Pine™ eru í forgrunni. Húsið sameinar stórar glerfletir, björt rými og vandaða timburbyggingu sem hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Þetta hús er tilvalið sem heilsárs- eða sumarhús fyrir fjölskyldur sem meta hönnun, orkunýtni og gæði.

Upplýsingar 🌿
  • Stærð hússins: 128-140 m²
  • Herbergjafjöldi 4.
    3 svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, sauna, þvottahús, forstofa og tæknirými
  • Stíll: Nútímaleg funkishönnun með náttúrulegum efnum
  • Loftgæði: Bestu hugsanlegu loftgæði innandyra
  • Gluggar: Þrefaldir K-DK Wood gluggar með Nano Pine yfirborðsmeðferð og þreföldu gleri fyrir betri einangrun
  • Byggingarefni: Laminated log 205×275 S SL Arctic Pine™ eðalfura sem tryggir styrk og stöðugleika
  • Þakgerð: Þak með 5,71 gráðu horni, klætt með þakdúk. Bárujárn á þaki eða þakflísar - / ekki innifalið
Efni sem kemur frá Kontio: 
  • Bjálkar og veggir: Laminated log 205×275 S SL, innveggir klæddir með viðarpanel
  • Þak: Þakplötur, vindvörn, þakpappi og loftklæðningar
  • Gluggar: K-DK Wood gluggar með Nano Pine yfirborðsmeðferð og þreföldu gleri
  • Hurðir: K-exterior hurðir með þriggja punkta læsingu og innri hurðir úr hvítmálaðri MDF
  • Verönd: Gólfborð fyrir verönd, gólfbitar og tröppur – samtals yfir 37 m²
Gólf í baðherbergi og þvottahúsi:
  • Gólfplötur með einangrunarþykkt 120 mm, steyptar plötur fyrir rými eins og baðherbergi og þvottahús.

Glass House 2 er fullkomið val fyrir þá sem vilja sameina nútímalega hönnun, náttúruleg efni og hámarks orkunýtni í einu fallegu og sterkbyggðu húsi sem er hannað til að endast.

Flutningur á Kontio húsum er skipulagður með hámarks skilvirkni og öryggi. Húsið sjálft er pakkað og flutt í um þremur 40 feta gámum, sem tryggir að allir hlutar séu vel varðir á ferðalaginu. Afhending fer fram beint frá Sundahöfn eða á lóð kaupanda, allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Varan er tryggð frá framleiðanda og alveg að lóð kaupanda, sem tryggir að þú getur treyst á öruggan flutning alla leið. Eimskip er okkar flutningsaðili og sér um að húsið þitt komist örugglega á áfangastað, hvort sem það er í Sundahöfn eða byggingarlóð.


Image

Nútímalegt fjölskylduheimili

Nútímalegt heimili með sauna og sérstöku vinnuherbergi

Glass House 2 (140 m²) er hannað fyrir fjölskyldur sem vilja njóta lífsins. Húsið býður upp á snjalla nýtingu á rými þar sem einkalíf og samvera fara vel saman.

Hvað gerir þetta hús sérstakt?

Sveigjanlegt skipulag: Tvö rúmgóð svefnherbergi auk þriðja herbergisins sem nýtist fullkomlega sem vinnuherbergi eða gestaherbergi.

Vellíðan: Innbyggt sauna (gufubað) inni af baðherbergi – fullkomið fyrir slökun eftir daginn.

Praktísk þægindi: Sérstakt þvottahús, gestasnyrting og tæknirými með sérinngangi.

Bjart alrými: Eldhús og stofa flæða saman í opnu rými með stórum gluggum sem opna húsið út á stóra verönd.

Hér færðu hús sem andar vel, með hlýlegu flæði um rýmið og tengingu við náttúruna.

Image

Dæmi um rýmið í Glass House 140

Reiknivélin – áætlaður kostnaður við Glass House 2

Reiknivélin er hönnuð til að gefa þér grófa kostnaðaráætlun fyrir byggingu einbýlishúss. Þú getur skrifað inn þínar upphæðir „Áætluð upphæð“ til að sjá heildarkostnaðinn uppfærast sjálfkrafa.

Þegar þú ert búinn að fylla út formið geturðu annað hvort vistað niðurstöðuna, skoðað nánar hvað felst í hverjum lið – eða sent okkur tölurnar og fengið fast verð í þitt verkefni.

Kostnaðaráætlun Reiknivél
Nr. Kostnaðarliðir Áætluð upphæð (kr.) % af heild
Heildarkostnaður: 0 kr.

*Athugið: Þessi áætlun er gróf og eingöngu til upplýsingar. Endanlegur kostnaður getur breyst.

Skýring á lið 25 – Ófyrirséður kostnaður:

Ófyrirséður kostnaður er mikilvægur liður í sérhverri kostnaðaráætlun og er ætlaður til að mæta óvæntum útgjöldum sem geta komið upp í framkvæmdinni.

Image


Bættu við bílskúr (Aukalega)

Kontio bílskúr eða bílskýli er tilvalin viðbót við öll Kontio húsin, hannaður til að passa fullkomlega við hönnun og stíl heimilisins eða sem fullkominni lausn fyrir þá sem vilja auka notagildi heimilisins með fallegri og endingargóðri viðbót. Bílskúrinn býður upp á tryggt skjól fyrir ökutæki, verkfæri eða sem geymslupláss. Með sveigjanlegri hönnun er hægt að sérsníða bílskúrinn að þínum þörfum, hvort sem hann er áfastur við húsið eða stök eining á lóðinni.

Helstu upplýsingar:

  • Stærð: Hægt að aðlaga eftir fjölda ökutækja eða geymsluþörfum
  • Stíll: Klassísk hönnun sem fellur vel að öðrum Kontio húsum
  • Byggingarefni: Laminated Arctic Pine™ timbur fyrir styrk og langa endingu
  • Aukapláss: Hægt að nýta sem vinnu- eða geymslupláss
  • Hurðir: Öryggishurðir með þriggja punkta læsingu

Afhending og uppsetning:
Kontio bílskúrinn er fljótur í uppsetningu og er hannaður til að vera sveigjanleg lausn, sem hægt er að bæta við heimilið á einfaldan og stílhreinan hátt.

Image

Fullbúinn saunaklefi með Narvi hitara

Vellíðan og hefð í hjarta heimilisins Í Kontio húsi fylgir yfirleitt vandaður saunaklefi frá Kontio, smíðaður úr Arctic Pine™ timbri með náttúrulegri öndun og hlýlegu yfirbragði. Klefinn er staðsettur innan baðrýmis hússins og er afhentur með rafmagnshitara frá finnsku gæðamerki Narvi, sem tryggir jafna og djúpa hitaupplifun. Saunan er ekki bara lúxus – hún þjónar raunverulegum tilgangi. Hún stuðlar að slökun, endurnæringu og hreinsun líkamans, bætir svefn og dregur úr streitu. Saunan hefur verið órjúfanlegur hluti af finnskri menningu í aldaraðir – og í dag er hún jafn mikilvæg fyrir nútíma fólk sem leitar að innri ró og vellíðan í hversdagslífinu. í heilbrigðu húsi frá Kontio verður sauna þinn friðarstaður og hluti af daglegri vellíðun.

Öll hús sem við bjóðum upp á geta verið með innbyggðum saunaklefa af bestu gerð.

Image

Fjárfesting í gróðurhúsi getur aukið virði sitt allt að helmingi miðað við fermetraverð fasteignar 
auk þess að gera hana eftirsóknaverðari.

Fasteignasérfræðingar eru sammála um að fjárfesting í glerhýsi eða garðhúsi sé ávallt arðbær. Slík hús geta aukið verðmæti og aðdráttarafl eignarinnar verulega. Í sumum tilfellum má jafnvel gera ráð fyrir að fermetraverð garðhúss nemi allt að 50% af fermetraverði aðalhússins – sérstaklega ef það er vel búið, til dæmis með arni, hita og rafmagni. Verðmæti garðhússins hækkar svo jafnt og þétt í takt við vísitölu líkt og önnur byggð mannvirki.

Tilvalið er að bæta við garðhúsi við hlið aðalhússins og skapa þannig fallegt og hagnýtt rými í garðinum. Garðhúsin okkar fást í ál/svörtu og gráu/svörtu, litum sem falla vel að nútímalegu útliti Kontio-húsanna en einnig er hægt að fá 14 liti í húsum frá frá Lams.

Við bjóðum upp á ullkomin garðhús fyrir bæði fólk og plöntur – björt og skjólgóð aðstaða sem nýtist allt árið, hvort sem er til afslöppunar, samveru eða ræktunar.

Image

Gluggar og hurðar

Gluggarnir eru af gerðinni K-DK Wood, sem sameina styrkleika og hlýleika viðar með háþróaðri tækni. Þeir eru með Nano Pine yfirborðsmeðferð, sem eykur veðurþol og lengir endingu þeirra, ásamt því að halda náttúrulegri og fallegri áferð timbursins. Þessi yfirborðsmeðferð tryggir að gluggarnir haldist eins og nýir í langan tíma, jafnvel í erfiðum veðurskilyrðum.

K-exterior útihurðirnar, sem einnig eru með Nano Pine yfirborðsmeðferð, eru sérstaklega hannaðar til að veita hámarks veðurþol og öryggi. Þær eru útbúnar með þriggja punkta læsingakerfi og hertu öryggisgleri, sem tryggir bæði öryggi og styrk, auk þess að halda glæsilegri fagurfræði. Þessi hurðalausn býður upp á bæði endingargóða og stílhreina lausn sem hentar fyrir fjölbreytt veðurskilyrði.

Með þessum glugga- og hurðalausnum tryggir Kontio húsin séu ekki aðeins glæsileg í útliti heldur einnig vel einangruð og sterk hús, fullkomið fyrir þá sem meta gæði, öryggi og endingargóð hús.

Image

Einangrun

- Spurningar og svör um einangrun Kontio húsana

Image

Kontio hús eru hönnuð með hægvaxta Arctic Pine furu til að tryggja að húsin haldi hlýju og þægilegu innilofti jafnvel í köldustu veðurskilyrðum. Með náttúrulegum eiginleikum timbursins, þreföldu öryggisgleri og 45cm þykkri ull í þaki, eru Kontio hús fullkomin lausn fyrir íslenska kaupendur sem leita að orkusparandi og hlýlegum heimilum.

Kontio hús eru hönnuð til að þola mjög mikinn kulda og halda jöfnum hita og þægindum, jafnvel þegar hitastigið fer niður í -30 til -40°C. Þetta er mögulegt vegna frábærrar einangrunargetu Arctic Pine timbursins, ásamt viðbótareinangrun eins og þykkri ullareinangrun í þaki og þriggja laga gluggum. Þessi samsetning tryggir framúrskarandi hitastýringu og orkunýtni, sem gerir Kontio húsin fullkomin fyrir frosthörkur á norðurslóðum.

Kauptu gott veður í garðinn!

Fjárfesting í gróðurhúsi getur aukið virði sitt allt að helmingi miðað við fermetraverð fasteignar 
auk þess að gera hana eftirsóknaverðari.

Fasteignasérfræðingar segja að fjárfesting í glerhýsi muni alltaf borga sig. Bæði munu gróðurhús auka verðgildi fasteigna og gera hana eftirsóknaverðari ásamt því að það má alveg búast við því að hægt sé að verðmeta fermeterinn í svona húsi á ca. 50%  af fermetraverði fasteignar eða eftir því hvað garðhúsið er veglegt td. með kamínu, hita og rafmagni. Einnig mun verðið á gróðurhúsinu aukast vegna vísitöluhækkana en ekki falla í verði eins og td. heitir pottar og fl. í þeim dúr sem fólk er að selja með fasteign sinni.

Image

Garðhús frá Juliana

Bættu Juliana Grand Oase garðhúsinu við Kontio húsið þitt og skapaðu fallegt og hagnýtt rými í garðinum. Þetta glæsilega garðhús er fullkomin viðbót fyrir þá sem vilja njóta útivistar í stílhreinu umhverfi, með aðstöðu til að rækta plöntur og njóta frítíma.

Image

Fjölskyldan blómstrar í garðhýsi

Garðhúsið skapar hlýlegt og bjart rými fyrir fjölskyldu og vini til að njóta samverustunda. Það býður upp á skjól fyrir plöntur og hvíldarstað fyrir þá sem vilja njóta góðs veðurs í garðinum allt árið um kring, með fullkomnu samspili hagnýtra og fallegra lausna.

Image

Dönsk gæði yfir 60 ár

Juliana gróðurhús hafa staðið fyrir gæði og áreiðanleika í meira en 60 ár. Með dönskri hönnun, sérsniðinni að skandinavísku veðurfari, bjóðum við 12 ára ábyrgð sem tryggir langvarandi endingu. Kontio og Juliana eru vörumerki sem bjóða upp á gæði sem endast, hvort á sínu sviði.
Image

KONTIO er stærsti framleiðandi timbur einingahúsa í heiminum með yfir 50 ára reynslu.

KONTIO framleiðir árlega yfir 2.000 timburhús sem eru seld til um 20 landa. Kontio er með 50 ára reynslu í húsasmíði og hafa framleitt yfir 50.000 hús
Image

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Image

Glæsileg garðhús frá Juliana
&
gróðurhús frá Halls

Sjá hér: www.uxhome.is

Image