
Asko Lax er einn fremsti arkitekt Finnlands
Asko Lax er arkitekt og iðnhönnuður með yfir 30 ára reynslu og hefur hann hannað mjög fjölbreytt verkefni úr timbri í yfir tuttugu löndum. Verk hans ná allt frá einbýlishúsum og sumarhúsum til hótela, skóla, samfélagsbygginga og krefjandi verkefna á borð við forsetahallir. Hann hefur unnið náið með Kontio og teiknað fjölda húsa fyrir þá, bæði fyrir einstaklinga og stærri verkefni, þar sem Arctic Pine™ timbur er lykilefni í byggingunum.
Asko Lax – leiðandi arkitekt í vistvænum timburhúsum í samstarfi við Listhús Arc 🌿
Asko Lax er alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur í hönnun vistvænna timburbygginga og hefur í starfi sínu lagt sérstaka áherslu á að sameina öryggi, heilbrigði í byggingarefni og sjálfbærni í hverju einasta verkefni.
Hann hefur ítrekað bent á þá kosti sem massívt timbur býður upp á:
- Jarðskjálftaþol: Sveigjanleiki timbursins gerir það mun betur í stakk búið til að standast hreyfingar og álag en hefðbundin steinsteypa.
- Heilsusamlegt umhverfi: Timbur veitir betri loftgæði og náttúrulegt andrúmsloft sem hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan.
- Sjálfbærni: Timbur hefur lægra kolefnisspor en flest hefðbundin byggingarefni og er endurnýjanlegt, einnig eru fjögur tré gróðursett í stað þess sem er höggvið.
Meðal verka hans eru Arctic Hilltop Boutique Hotel Iso-Syöte í Lapplandi, Villa Copperhill í Svíþjóð og fjöldi einbýlis- og orlofshúsa sem sýna hvernig hægt er að sameina nútímatækni, áratuga reynslu og hönnun sem fellur vel að umhverfi og landslagi.
Nú gefst íslenskum aðilum einstakt tækifæri til að fá Asko Lax til að hanna hús á Íslandi – hvort sem um er að ræða sérhannað heimili, sumarhús, hótel, fjölbýlishús eða opinbera byggingu. Með alþjóðlega reynslu og sérþekkingu á timburbyggingum getur hann aðlagað hönnunina að íslenskum aðstæðum og kraftmiklu veðurfari.
Samstarfið við Listhús Arc tryggir faglega ráðgjöf, sterka tengingu við framleiðendur á Norðurlöndum og heildarlausnir frá fyrstu hugmynd að fullbúinni byggingu.
Við teljum þetta samstarf mikilvægan áfanga í að kynna nýja hugsun í íslenskum byggingariðnaði og bjóða upp á hönnun sem sameinar vistvæn gæði, öryggi og tímalaust útlit.
Verktakar og byggingaraðilar eru velkomnir að hafa samband við okkur hjá Listhús Arc vegna sérsmíða.
Sjá fleiri verkefni hér:
Vistvæn verkefni Asko Lax yfir 30 ár!
Asko Lax hefur starfað sem aðalarkitekt í fjölbreyttum verkefnum víða um heim og hannað byggingar, innanhúsrými og heildarskipulag fyrir borgir og samfélög í yfir tuttugu löndum. Verk hans má sjá í Indlandi, Kína, Svíþjóð, Grikklandi, Filippseyjum, Kasakstan, Mongólíu, Tadsjikistan, Kóreu, Ítalíu, Úkraínu, Króatíu, Slóveníu, Búlgaríu, Tékklandi, Kanada, Frakklandi og heimalandi hans, Finnlandi. Myndirnar á síðunni sýna aðeins brot af þessari víðfeðmu reynslu og fjölbreyttum verkefnum sem hann hefur komið að.

Faxafeni 10, Reykjavík
Sími 888 0606
Netfang: baldvin@listhus.is
Bókið ráðgjöf
Við hjá Listhús Arc bjóðum þér að hitta ráðgjafa okkar til að fara yfir verkefnið þitt á faglegan og persónulegan hátt.
Við byrjum á því að greina þarfir þínar, skoða lóðina og meta skipulag og mögulegar lausnir. Hvort sem þú vilt sérsniðna hönnun frá íslenskum arkitektum eða nýta sérþekkingu reyndra arkitekta Kontio í Finnlandi, vinnum við með þér að því að móta húsið sem uppfyllir bæði þínar kröfur og framtíðarsýn.

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Glæsileg garðhús frá Juliana
& gróðurhús frá Halls
Sjá hér: www.uxhome.is
