Alt Text

Vehmas 178

Vehmas 178 er glæsilegt SmartLog™ hús frá Kontio, hannað með áherslum á nútímalegt útlit, gæði og vistvæn efni. Þetta hús er fullkomið fyrir þá sem leita að fjölskylduvænu heimili sem sameinar tímalausa hönnun með nútíma byggingartækni.

Verð 42.000.000,-
Image

Upplýsingar🌿

Heilsusamlegt og vistvænt heimili

Vehmas 178 frá Kontio er glæsilegt einbýlishús byggt úr hægvaxta Artic Pine furu. Þetta er hús án eiturefna, hannað með heilbrigt líf og vistvæna framtíð í huga. Byggingaraðferð er með Snalltimbri (Smartlog)

Helstu stærðir og rýmisskipan:

  • Heildarstærð húss: 178 m²
  • 1. Aðalhjónaherbergi er með aðgangi að fataherbergi og sér baðherbergi samtals: 22,67 m²
  • 2. Barnasvefherbergi 10,3 m²
  • 3. Svefnherbergi 15,7 m²)
  • Baðherbergi: 6,5 m²
  • Aðal salerni: 10 m²
  • Eldhús: 21 m²
  • Stofa: 44 m²
  • Anddyri: 13,6 m²
  • Þvottahús / tækjarými: 8,8 m²
  • Geymsla / Matarbúð: 4,0 m²
  • Sauna: 5,3 m² með sturtu
  • Pallur: 57 m² + útipallur við saunaaðstöðu
  • Sérinngangur: 5,0 m²

Húsapakkinn frá Kontio innifelur:

  • SmartLog útveggi úr límpressaðri Arctic Pine furu: 205x275 mm
  • Þakborð, vindvörn og þakpappi, hægt að velja á milli bárujárns á þak eða þakflísar.
  • Innveggir með 1. viðarpanil eða 2. gifsplötum eða 3. vistvænum MgO plötum án eiturefna.
  • K-DK Wood gluggar og K-exterior hurðir með Nano Pine yfirborðsmeðferð
  • Saunaklefi með glerhurð

Byggingarefni og burðargeta:

  • Byggingargerð: Ein hæð SmartLog™ hús
  • Þak: Flatt með 5,71° halla
  • Einangrun fyrir mikinn snjóþunga: 1,8 kN/m²
  • Grunnur: Steyptur með hita í gólfi
  • Stór 57m² pallur frá Kontio

Valmöguleikar:

  • Hægt að bæta við 40 m² bílskúr, tengdum eða frístandandi
  • Hægt að sérsníða skipulag og stærðir eftir þörfum.

VEHMAS 178 er fullkomið val fyrir þá sem vilja sameina þægindi, glæsileika og gæði í eitt og sama húsið. Hönnunin er sveigjanleg og hægt að aðlaga að óskum kaupanda


Image

Rýmið innanhúss

Rýmið innandyra í Vehmas 178 er hannað til að skapa jafnvægi milli hlýleika og nútímastíls. Bjart rýmið nýtur náttúrulegs ljóss frá stórum gluggum sem opna húsið út að náttúrunni. Tímalausir timburveggir úr Arctic Pine mynda fallega náttúrulega áferð og mýkja kaldan minimalismann sem einkennir íbúðina að innan. Húsið endurspeglar fágun og tengsl við náttúruna. Spa og sauna getur fylgt með húsinu ásamt hitara frá Narvi og glerhurð. Allt klárt fyrir vellíðan og notarlegheit.

Image

Gluggar og hurðir

Gluggar og hurðir í Kontio húsum eru hannaðir og framleiddir í Finnlandi með tilliti til kulda og norðlægs veðurfars.

Efni og uppbygging:

  • Gluggarnir eru frá framleiðandanum K-DK Wood og byggðir úr límpressaðri furu með álklæðningu að utan og finnskri hægvaxta furu að innan.
  • Ramminn er 78 mm að þykkt og gluggarnir eru með yfirborðsmeðhöndlun sem kallast Nano Pine, sem ver gegn raka, sveppamyndun og útfjólubláum geislum.
  • Útidyrahurðir eru frá K-exterior og búnar með 3-punkta læsingu, öruggum lömum og öryggisgleri.

Einangrun og frágangur:

  • Allir gluggar í þessu húsi eru með þreföldu gleri (DK Fix, 3K) og margir þeirra með hertu öryggisgleri báðum megin (4+4 mm).
  • Hurðir eru einnig með öryggisgleri þar sem það á við og með góðri þéttingarlausn sem uppfyllir norrænar kröfur.
  • Gluggarnir eru loftþéttir og hljóðeinangrandi og uppfylla ströngustu staðla um orkunýtni og veðurheldni.

Útlit og sérsnið:

  • Húsið er með fjölbreyttri gluggaskipan sem tryggir mikla birtu og fallega tengingu við útsýnið.
  • Í boði eru opnanleg fög, stórir gluggar sem ná niður að gólfi og gluggar með áferð eftir vali.

Uppruni og gæði:

  • Allir gluggar og hurðir eru framleiddir í Finnlandi, samkvæmt norrænum gæðastöðlum og kröfum um einangrun, burðargetu og endingu í krefjandi veðurfari.
  • Ath. að finnskar kröfur eru stangari en þær íslensku þegar kemur að einangrun.
Image

Reiknivélin – áætlaður kostnaður við Vehmas 178

Reiknivélin er hönnuð til að gefa þér grófa kostnaðaráætlun fyrir byggingu einbýlishúss. Þú getur breytt öllum tölum í dálknum „Áætluð upphæð“ til að sjá heildarkostnaðinn uppfærast sjálfkrafa.

Þegar þú ert búinn að fylla út formið geturðu annað hvort vistað niðurstöðuna, skoðað nánar hvað felst í hverjum lið – eða sent okkur tölurnar og fengið fast verð í þitt verkefni.

Nr. Kostnaðarliðir Áætluð upphæð (kr.)
Heildarkostnaður: 0 kr.

*Athugið: Þessi áætlun er gróf og eingöngu til upplýsingar. Endanlegur kostnaður getur breyst.

Skýring á lið 27 – Dæmi um ófyrirséðan kostnað:

Ófyrirséður kostnaður er mikilvægur liður í sérhverri kostnaðaráætlun og er ætlaður til að mæta óvæntum útgjöldum sem geta komið upp í framkvæmdinni.

Image


Bættu við bílskúr (Aukalega)

Kontio bílskúr er tilvalin viðbót við öll Kontio húsin, hannaður til að passa fullkomlega við hönnun og stíl heimilisins eða sem fullkominni lausn fyrir þá sem vilja auka notagildi heimilisins með fallegri og endingargóðri viðbót. Bílskúrinn býður upp á tryggt skjól fyrir ökutæki, verkfæri eða sem geymslupláss. Með sveigjanlegri hönnun er hægt að sérsníða bílskúrinn að þínum þörfum, hvort sem hann er áfastur við húsið eða stök eining á lóðinni.

Helstu upplýsingar:

  • Stærð: Hægt að aðlaga eftir fjölda ökutækja eða geymsluþörfum
  • Stíll: Klassísk hönnun sem fellur vel að öðrum Kontio húsum
  • Byggingarefni: Laminated Arctic Pine™ timbur fyrir styrk og langa endingu
  • Aukapláss: Hægt að nýta sem vinnu- eða geymslupláss
  • Hurðir: Öryggishurðir með þriggja punkta læsingu

Afhending og uppsetning:
Kontio bílskúrinn er fljótur í uppsetningu og er hannaður til að vera sveigjanleg lausn, sem hægt er að bæta við heimilið á einfaldan og stílhreinan hátt.

Image

Fullbúinn saunaklefi með Narvi hitara

Vellíðan og hefð í hjarta heimilisins Í Vehmas 178 húsi fylgir vandaður saunaklefi frá Kontio, smíðaður úr Arctic Pine™ timbri með náttúrulegri öndun og hlýlegu yfirbragði. Klefinn er staðsettur innan baðrýmis hússins og er afhentur með rafmagnshitara frá finnsku gæðamerki Narvi, sem tryggir jafna og djúpa hitaupplifun. Saunan er ekki bara lúxus – hún þjónar raunverulegum tilgangi. Hún stuðlar að slökun, endurnæringu og hreinsun líkamans, bætir svefn og dregur úr streitu. Saunan hefur verið órjúfanlegur hluti af finnskri menningu í aldaraðir – og í dag er hún jafn mikilvæg fyrir nútíma fólk sem leitar að innri ró og vellíðan í hversdagslífinu. Í Vehmas 178 verður saunan þinn persónulegi friðarstaður – hluti af daglegri vellíðun.

Öll hús sem við bjóðum upp á geta verið með innbyggðum saunaklefa af bestu gerð.

Image

Fjárfesting í gróðurhúsi getur aukið virði sitt allt að helmingi miðað við fermetraverð fasteignar 
auk þess að gera hana eftirsóknaverðari.

Fasteignasérfræðingar eru sammála um að fjárfesting í glerhýsi eða garðhúsi sé ávallt arðbær. Slík hús geta aukið verðmæti og aðdráttarafl eignarinnar verulega. Í sumum tilfellum má jafnvel gera ráð fyrir að fermetraverð garðhúss nemi allt að 50% af fermetraverði aðalhússins – sérstaklega ef það er vel búið, til dæmis með arni, hita og rafmagni. Verðmæti garðhússins hækkar svo jafnt og þétt í takt við vísitölu líkt og önnur byggð mannvirki.

Tilvalið er að bæta við Juliana garðhúsi við hlið aðalhússins og skapa þannig fallegt og hagnýtt rými í garðinum.Garðhúsin frá Juliana fást í ál/svörtu og gráu/svörtu, litum sem falla vel að nútímalegu útliti Kontio-húsanna.

Juliana er fullkomið garðhús fyrir bæði fólk og plöntur – björt og skjólgóð aðstaða sem nýtist allt árið, hvort sem er til afslöppunar, samveru eða ræktunar. Öll garðhús og gróðurhús frá Juliana njóta 12 ára ábyrgðar, sem undirstrikar gæði og endingu.

Image

Lægsta lofthæð er 2,76 og hæsta lofthæð í stofu er 3,62 m.

Rýmið í Kontio húsunum einkennist af mikilli lofthæð og óvenjulegri dýpt sem skapar léttleika, vellíðan og þægindi. Íbúðarýmið byrjar með 2,76 metra lofthæð, sem er vel umfram hefðbundna staðla og nær hámarki í stofu þar sem lofthæðin fer upp í allt að 3,62 metra. Þetta gefur húsinu einstaka vídd og opnar fyrir aukið náttúrulegt flæði og notalegt andrúmsloft sem eykur lífsgæði til muna.

Image
Baldvin Baldvinsson
Baldvin BaldvinssonSala & hönnun
Þéttari texti

Faxafeni 10, Reykjavík

Sími 888 0606

Netfang: baldvin@listhus.is

Sölumenn

Kíktu í heimsókn eða bókaðu fund með sölumanni

Image

KONTIO er stærsti framleiðandi timbur einingahúsa í heiminum með yfir 50 ára reynslu.

Kontio framleiðir árlega yfir 2.000 timburhús sem seld eru til um 20 landa. Með yfir 50 ára reynslu í timburhúsasmíði hefur Kontio framleitt meira en 50.000 hús um allan heim. Þessi reynsla og alþjóðlega viðurkenning gerir Kontio að leiðandi framleiðanda á sviði nútímalegra og endingargóðra timburhúsa.

Náttúruleg einangrun, einstök loftgæði!

- Spurningar og svör um einangrun Kontio húsana

Image

Kontio hús eru hönnuð með hægvaxta Arctic Pine furu til að tryggja að húsin haldi hlýju og þægilegu innilofti jafnvel í köldustu veðurskilyrðum. Með náttúrulegum eiginleikum timbursins, þreföldu öryggisgleri og 45cm þykkri ull í þaki, eru Kontio hús fullkomin lausn fyrir íslenska kaupendur sem leita að orkusparandi og hlýlegum heimilum.

Kontio hús eru hönnuð til að þola mjög mikinn kulda og halda jöfnum hita og þægindum, jafnvel þegar hitastigið fer niður í -30 til -40°C. Þetta er mögulegt vegna frábærrar einangrunargetu Arctic Pine timbursins, ásamt viðbótareinangrun eins og þykkri ullareinangrun í þaki og þriggja laga gluggum. Þessi samsetning tryggir framúrskarandi hitastýringu og orkunýtni, sem gerir Kontio húsin fullkomin fyrir frosthörkur á norðurslóðum.

Image

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Image

Glæsileg garðhús frá Juliana
&
gróðurhús frá Halls

Sjá hér: www.uxhome.is

Image