
Glass house 2 - 105
Glass House 2 er glæsilegt funkishús frá Kontio, hannað með nútímalegri hönnun og náttúrulegum efnum til að tryggja hámarks orkunýtni og þægindi. Þetta hús hentar bæði sem heilsárs- og sumarhús, þar sem mikil áhersla er lögð á björt og opinskár rými með stórum gluggaflötum sem hleypa náttúrulegu ljósi óhindrað inn. Húsið er byggt úr einstaklega endingargóðu Arctic Pine™ snjalltimbri sem veitir bæði mikinn styrk og náttúrulega einangrun.
Upplýsingar🌿
Glass House 2 er glæsilegt funkishús frá Kontio, hannað með einfaldri og tímalausri hönnun þar sem náttúruleg efni og snjall uppbygging úr Arctic Pine™ eru í forgrunni. Húsið sameinar stórar glerfletir, björt rými og vandaða timburbyggingu sem hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Þetta hús er tilvalið sem heilsárs- eða sumarhús fyrir fjölskyldur sem meta hönnun, orkunýtni og gæði.
Upplýsingar 🌿
- Stærð hússins: 105 m²
- Herbergjafjöldi: 3 svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, sauna, þvottahús, forstofa og tæknirými
- Stíll: Nútímaleg funkishönnun með náttúrulegum efnum
- Loftgæði: Heilnæmt og náttúrulegt loft innandyra með Arctic Pine™ timbri
- Gluggar: Þrefaldir K-DK Wood gluggar með Nano Pine yfirborðsmeðferð og þreföldu gleri fyrir betri einangrun
- Byggingarefni: Laminated log 205×275 S SL Arctic Pine™ eðalfura sem tryggir styrk og stöðugleika
- Þakgerð: Þak með 5,71 gráðu horni, klætt með þakdúk
Innifalið í verði:
- Bjálkar og veggir: Laminated log 205×275 S SL, innveggir klæddir með viðarpanel
- Þak: Þakplötur, vindvörn, vatnsheld þakhimna og loftklæðningar
- Gluggar: K-DK Wood gluggar með Nano Pine yfirborðsmeðferð og þreföldu gleri
- Hurðir: K-exterior hurðir með þriggja punkta læsingu og innri hurðir úr hvítmálaðri MDF
- Verönd: Gólfborð fyrir verönd, gólfbitar og tröppur – samtals yfir 37 m²
Gólf í baðherbergi og þvottahúsi:
- Gólfplötur með einangrunarþykkt 120 mm, steyptar plötur fyrir rými eins og baðherbergi og þvottahús.
Glass House 2 er fullkomið val fyrir þá sem vilja sameina nútímalega hönnun, náttúruleg efni og hámarks orkunýtni í einu fallegu og sterkbyggðu húsi sem er hannað til að endast.
Flutningur á Kontio húsum er skipulagður með hámarks skilvirkni og öryggi. Húsið er pakkað og flutt í rúmlega tveimur(2,3) 40 feta gámum, sem tryggir að allir hlutar séu vel varðir á ferðalaginu. Afhending fer fram beint frá Sundahöfn eða á lóð kaupanda, allt eftir óskum viðskiptavinarins.
Varan er tryggð frá framleiðanda og alveg að lóð kaupanda, sem tryggir að þú getur treyst á öruggan flutning alla leið. Eimskip er okkar flutningsaðili og sér um að húsið þitt komist örugglega á áfangastað, hvort sem það er í Sundahöfn eða byggingarlóð.
Nútímalegt fjölskylduheimili
Glass House 2 er hannað með fjölskylduna í huga, þar sem einfaldleiki og hlýlegt rýmisflæði eru í forgrunni. Aðalrými hússins samanstendur af rúmgóðri stofu (oh) og borðstofu/eldhúsi (ke+ru) sem mynda opið og bjart rými fyrir daglegt líf og samverustundir.
Tvö svefnherbergi (mh) eru staðsett saman með góðu næði og eru fullkomin fyrir fjölskyldumeðlimi eða gesti. Þriðja herbergið (merkt „työ/mh“) nýtist annað hvort sem vinnuaðstaða eða aukaherbergi. Miðsvæðis er þægilegt salerni (wc), ásamt rúmgóðu baðherbergi (pe), sauna (s) og þvottahúsi (khh). Sérstakt tæknirými (tekn) tryggir snyrtilegt og aðskilið rými fyrir hitakerfi og tengingar.
Húsið tengist náttúrunni með stórum gluggaflötum sem snúa út að verönd (terassi), og björt forstofa (et) gefur aðgang að öllum meginrýmum hússins.
Verð miðaðst við Glass House 105 A

Glass House 105 A
Útivistin í forgrunni
Hægt er að fá fleiri tillögur af rými en her er td. útivistin í forgrunni með stórri verönd sem liggur beint út frá stofunni og borðstofunni. Þetta rými er fullkomið fyrir fjölskyldusamveru, matartíma úti og afslöppun í náttúrulegu umhverfi. Gluggar á heila vegg lengd opna húsið gagnvart umhverfinu og skapa einstaka tengingu við náttúruna.
Glass House 2 sameinar nútímalega hönnun, hlýlegt innra skipulag og fullkomna nýtingu á rými. Húsið er draumalausn fyrir fjölskyldur sem vilja njóta náttúrunnar í stílhreinu, einföldu og þægilegu heimili sem andar vel og bregst vel við íslenskum aðstæðum.
Verð miðaðst við Glass House 105 A

Glass House 105 B
105 A - Hægt er að breyta og aðlaga stærðir herbergja


Gluggar og hurðar
Gluggarnir eru af gerðinni K-DK Wood, sem sameina styrkleika og hlýleika viðar með háþróaðri tækni. Þeir eru með Nano Pine yfirborðsmeðferð, sem eykur veðurþol og lengir endingu þeirra, ásamt því að halda náttúrulegri og fallegri áferð timbursins. Þessi yfirborðsmeðferð tryggir að gluggarnir haldist eins og nýir í langan tíma, jafnvel í erfiðum veðurskilyrðum.
K-exterior útihurðirnar, sem einnig eru með Nano Pine yfirborðsmeðferð, eru sérstaklega hannaðar til að veita hámarks veðurþol og öryggi. Þær eru útbúnar með þriggja punkta læsingakerfi og hertu öryggisgleri, sem tryggir bæði öryggi og styrk, auk þess að halda glæsilegri fagurfræði. Þessi hurðalausn býður upp á bæði endingargóða og stílhreina lausn sem hentar fyrir fjölbreytt veðurskilyrði.
Með þessum glugga- og hurðalausnum tryggir Kontio húsin séu ekki aðeins glæsileg í útliti heldur einnig vel einangruð og sterk hús, fullkomið fyrir þá sem meta gæði, öryggi og endingargóð hús.


Bættu við bílskýli (Aukalega)
Kontio bílskýli er tilvalin viðbót við öll Kontio húsin, hannaður til að passa fullkomlega við hönnun og stíl heimilisins eða sem fullkominni lausn fyrir þá sem vilja auka notagildi heimilisins með fallegri og endingargóðri viðbót. Bílskúrinn býður upp á tryggt skjól fyrir ökutæki, verkfæri eða sem geymslupláss. Með sveigjanlegri hönnun er hægt að sérsníða bílskúrinn að þínum þörfum, hvort sem hann er áfastur við húsið eða stök eining á lóðinni.
Helstu upplýsingar:
- Stærð: Hægt að aðlaga eftir fjölda ökutækja eða geymsluþörfum
- Stíll: Klassísk hönnun sem fellur vel að öðrum Kontio húsum
- Byggingarefni: Laminated Arctic Pine™ timbur fyrir styrk og langa endingu
- Aukapláss: Hægt að nýta sem vinnu- eða geymslupláss
- Hurðir: Öryggishurðir með þriggja punkta læsingu
Afhending og uppsetning:
Kontio bílskýlin eru fljót í uppsetningu og er hönnuð til að vera sveigjanleg lausn, sem hægt er að bæta við húsið á einfaldan og stílhreinan hátt.

Einangrun
- Spurningar og svör um einangrun Kontio húsana

Kontio hús eru hönnuð með hægvaxta Arctic Pine furu til að tryggja að húsin haldi hlýju og þægilegu innilofti jafnvel í köldustu veðurskilyrðum. Með náttúrulegum eiginleikum timbursins, þreföldu öryggisgleri og 45cm þykkri ull í þaki, eru Kontio hús fullkomin lausn fyrir íslenska kaupendur sem leita að orkusparandi og hlýlegum heimilum.
Kontio hús eru hönnuð til að þola mjög mikinn kulda og halda jöfnum hita og þægindum, jafnvel þegar hitastigið fer niður í -30 til -40°C. Þetta er mögulegt vegna frábærrar einangrunargetu Arctic Pine timbursins, ásamt viðbótareinangrun eins og þykkri ullareinangrun í þaki og þriggja laga gluggum. Þessi samsetning tryggir framúrskarandi hitastýringu og orkunýtni, sem gerir Kontio húsin fullkomin fyrir frosthörkur á norðurslóðum.
Fjárfesting í garðhúsi getur aukið virði sitt allt að helmingi miðað við fermetraverð fasteignar
auk þess að gera hana eftirsóknaverðari.
Fasteignasérfræðingar segja að fjárfesting í glerhýsi muni alltaf borga sig. Bæði munu garðhús auka verðgildi fasteigna og gera hana eftirsóknaverðari ásamt því að það má alveg búast við því að hægt sé að verðmeta fermeterinn í svona húsi á ca. 50% af fermetraverði fasteignar eða eftir því hvað garðhúsið er veglegt td. með kamínu, hita og rafmagni. Einnig mun verðið á garðhúsinu aukast vegna vísitöluhækkana en ekki falla í verði eins og td. heitir pottar og fl. í þeim dúr sem fólk er að selja með fasteign sinni.

Garðhús frá Juliana
Bættu Juliana Grand Oase garðhúsinu við Kontio húsið þitt og skapaðu fallegt og hagnýtt rými í garðinum. Þetta glæsilega garðhús er fullkomin viðbót fyrir þá sem vilja njóta útivistar í stílhreinu umhverfi, með aðstöðu til að rækta plöntur og njóta frítíma.

Fjölskyldan blómstrar í garðhýsi
Garðhúsið skapar hlýlegt og bjart rými fyrir fjölskyldu og vini til að njóta samverustunda. Það býður upp á skjól fyrir plöntur og hvíldarstað fyrir þá sem vilja njóta góðs veðurs í garðinum allt árið um kring, með fullkomnu samspili hagnýtra og fallegra lausna.

Dönsk gæði yfir 60 ár
Við bjóðum upp á yfir 50 tegundir garðhúsa og gróðurhúsa á vefsíðu okkar www.uxhome.is

KONTIO er stærsti framleiðandi timbur einingahúsa í heiminum með yfir 50 ára reynslu.

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Glæsileg garðhús frá Juliana
& gróðurhús frá Halls
Sjá hér: www.uxhome.is
