Meistarar með áratuga reynslu í húsasmíði!
Við hjá Listhús Arc höfum valið samstarfsaðila sem eru leiðandi á sínu sviði og búa yfir áratuga reynslu í húsasmíði. Þessir samstarfsaðilar eru allir með meistararéttindi og hafa verið handvaldir vegna fagmennsku sinnar, gæðavitundar og áreiðanleika, sem tryggir að allar framkvæmdir okkar séu byggðar á traustum grunni.
Til að auka enn frekar á þekkingu sína og færni hafa starfsmenn Listhús Arc og byggingameistari okkar sótt sérhæfð námskeið hjá Kontio í Finnlandi. Þar hafa þeir lært af fremstu sérfræðingum Kontio, fengið innsýn í nýjustu tækni og aðferðir í timburbyggingum og kynnt sér vistvænar lausnir sem stuðla að sjálfbærni. Með sameiginlegri þekkingu og reynslu leggjum við metnað okkar í að skapa einstök verk sem sameina fegurð, endingu og nútímalega hönnun – allt unnið með gæðaviðmið Kontio að leiðarljósi og í samræmi við umhverfisvænar byggingaraðferðir.
Sé þess óskað getum við hjá Listhús Arc útvegað tilboð frá samstarfsaðilum þannig að þú fáir lokaverðið með draumahúsinu þínu komið á þitt land, tilbúið til innflutnings – allt klappað og klárt.
Athugið að ekki er unnt að gefa 100% endanlegt verð fyrr en að búið er að taka mið af staðháttum hússins, þar með talið jarðskjálftavirkni.
Traustir samstarfsaðilar í fremstu röð
Urban Beat – Samhent teymi hönnuða sem sérhæfir sig í að sameina landslag og arkitektúr með það að markmiði að auka lífsgæði viðskiptavina okkar allt árið um kring. Með skapandi nálgun og faglegri þekkingu þróa þeir lausnir sem gera bæði heimili og umhverfi að einstökum stöðum til að njóta.
Fríform – Leiðandi í sérlausnum fyrir eldhús, baðherbergi og fataskápa. Þeir starfa náið með arkitektum og hönnuðum til að skapa innréttingar sem fylgja nýjustu straumum í efnisvali og hönnun. Fríform er traustur samstarfsaðili fyrir þá sem leita að sérhönnuðu rými sem skarar fram úr.
Tengi – Með fjölbreytt úrval bað- og eldhústækja, innréttinga og hitakerfa býður Tengi lausnir sem uppfylla bæði hagnýtar og fagurfræðilegar kröfur. Þeir búa yfir sérfræðiþekkingu sem tryggir einfaldar og stílhreinar lausnir fyrir flókin verkefni.
Vídd – Býður fjölbreytt úrval gólfefna og flísa sem henta jafnt inni- og útisvæðum. Vídd leggur áherslu á að veita faglega ráðgjöf sem tryggir hágæða efni og nútímalegar lausnir sem uppfylla kröfur viðskiptavina.
Modern – Sérhæfir sig í húsgögnum sem sameina stíl og notagildi fyrir heimili, garða og vinnurými. Með áherslu á nútímalega hönnun og einfaldleika skapa þeir lausnir sem standast tímans tönn og henta fjölbreyttum þörfum.
Áltak – Áltak er sérfræðingur í þakefnum sem tryggja bæði endingu og fagurfræði fyrir Kontio hús. Þeir bjóða fjölbreytt úrval lausna sem henta íslenskum veðurskilyrðum og leggja áherslu á gæði og nákvæmni í öllum verkefnum. Áltak vinnur náið með byggingaraðilum til að tryggja að hvert hús standist hæstu gæðakröfur.
Alþjóðlegt samstarfsnet Kontio! Sérfræðingar í þjónustu þinni
Alhliða ráðgjöf fyrir verktaka!
Við vinnum með þér frá fyrstu hugmynd að fullbúnu verkefni og leggjum áherslu á persónulega þjónustu, áreiðanleika og faglega uppbyggingu.
Menntun og þjálfun fyrir íslenska verktaka
Til að tryggja að íslenskir verktakar búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni til að setja upp timburhús frá Kontio, bjóðum við upp á online námskeið í samstarfi við Kontio. Námskeiðin, sem eru kennd á ensku, tryggja að uppsetning húsanna fari fram í samræmi við leiðbeiningar frá sérfræðingum Kontio og bestu starfsvenjur.
Aðstoð frá verkstjóra Kontio
Fyrir stærri verkefni bjóðum við upp á sérhæfða þjónustu þar sem verkstjóri frá Kontio í Finnlandi vinnur náið með verktökum. Verkstjórinn aðstoðar við lestur teikninga, verkefnastjórnun og skilvirka uppsetningu. Með þessari þjónustu er tryggt að uppsetning húsanna fari fram í samræmi við ströngustu gæðastaðla og sérþarfir hvers verkefnis.
Stuðningur allan tímann
Á hvaða stigi sem er í ferlinu geturðu haft samband við okkur hjá Listhús Arc til að fá aðstoð. Við bjóðum upp á online ráðgjöf og svör við öllum spurningum sem kunna að koma upp. Einnig er hægt að bóka fjarfundi, svo sem Teams-ráðgjöf, til að tryggja að verkefnið haldi áfram án tafar eða hindrana.
Við hjá Listhús Arc bjóðum upp á heildarlausnir fyrir stór verkefni eins og hótel, skóla, íþróttahús, raðhús, fjölbýlishús, opinberar byggingar og vistvæn hverfi. Með áratuga reynslu og hágæða timburhúsum frá Kontio, leiðandi framleiðanda timburhúsa með stærstu verksmiðju í Evrópu, tryggjum við að hvert verkefni sé framkvæmt af fagmennsku og áreiðanleika.
Tenging við alþjóðlegt net Kontio
Við hjá Listhús Arc erum hluti af öflugu alþjóðlegu samstarfsneti Kontio, sem nær yfir mörg lönd og tengir okkur við reynda undirverktaka og sérfræðinga á sviði timburhúsabygginga. Þetta net gerir okkur kleift að útvega fagaðila, þar á meðal smiði, rafvirkja og pípulagningamenn, sem hafa yfir 20 ára reynslu í uppsetningu Kontio húsa.
Þessir sérfræðingar eru vandlega valdir og hafa starfað við uppsetningu hágæða timburhúsa um allan heim. Með aðild að Kontio viðskiptanetinu tryggjum við að verkefni þitt njóti ávinnings af þekkingu, reynslu og alþjóðlegum gæðastöðlum. Allir sérfræðingar vinna í nánu samstarfi við íslenska byggingarstjóra til að tryggja hámarks gæði og skilvirkni í framkvæmdum.
Hafðu samband og byrjaðu fyrstu skrefin að draumaverkefninu þínu
Faxafeni 10, Reykjavík
Sími 888 0606
Netfang: baldvin@listhus.is
Sölumenn
Kíktu í heimsókn eða bókaðu fund með sölumanni
Skipagata 2, Akureyri
Sími 773 5100
Netfang: arnar@fastak.is
Íslenskir byggingarstaðlar!
Öll hús sem við bjóðum upp á eru hönnuð og byggð í samræmi við íslenskar byggingaraðferðir og uppfylla allar kröfur íslenskra laga og reglugerða. Við fylgjum ströngustu stöðlum til að tryggja öryggi, gæði og endingu mannvirkja okkar, í samræmi við gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012
Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík
Glæsileg garðhús frá Juliana
& gróðurhús frá Halls
Sjá hér: www.uxhome.is