Kaupferlið 🌿
Val á lóð og þarfagreining
Fyrsta skrefið í kaupferlinu felst í að finna heppilega lóð fyrir húsið. Þegar lóðin er fundin, safnar viðskiptavinurinn upplýsingum og ræðir við söluaðila um óskir og þarfir varðandi húsagerð, stærð, skipulag og hönnun. Hjá Listhús Arc eru viðskiptavinir hvattir til að skoða fjölbreytt úrval húsa og fá ráðgjöf til að finna bestu lausnina.
Tilboðsgerð og hönnun
Eftir að þarfir hafa verið greindar, er útbúið tilboð sem inniheldur kostnaðaráætlun og tímalínu fyrir verkefnið. Á þessu stigi er unnið með arkitektum og hönnuðum Kontio til að aðlaga hönnun hússins að óskum viðskiptavinarins, þar með talið efnisval, innra skipulag og sérstök smáatriði.
Samningur og lokahönnun
Þegar viðskiptavinurinn er ánægður með tilboðið og hönnunina, er gengið frá samningi. Lokahönnun er staðfest og ýmsir tæknilegir þættir, svo sem einangrun, rafmagn og lagnir, eru ákveðnir á þessu stigi til að tryggja að allt sé í samræmi við reglugerðir og óskir viðskiptavinarins.
Greiðsluskilmálar
Greiðsluskilmálar hjá Kontio eru hannaðir til að tryggja öruggt og áreiðanlegt verkflæði:
- Fyrirframgreiðsla – 30% af heildarverðinu er greitt við pöntun, sem staðfestir að verkefnið fari í framleiðsluferli.
- Lokagreiðsla – 70% greiðsla er innt af hendi fimm vikum fyrir flutning hússins til Íslands. Þetta tryggir að efni séu tilbúin og afhending verði á réttum tíma.
Sjálfstæðir verktakar
Allir verktakar hjá Listhús Arc starfa sjálfstætt og gefa viðskiptavinum okkar tilboð í hvern verkþátt. Þetta tryggir að viðskiptavinir fái faglega þjónustu og skýran kostnaðaráætlun fyrir hvern hluta verkefnisins, allt frá jarðvinnu til fullnaðarsamsetningar.
Þetta greiðslu- og verktakafyrirkomulag styður við framvindu verkefnisins og tryggir að öll efni séu undirbúin og afhent á réttum tíma.
Byggingaferlið 🌿
Undirbúningur á byggingarstað
Þegar samningur er í höfn og teikningar hafa verið samþykktar, hefst undirbúningur á byggingarstaðnum. Í upphafi, eftir lok jarðvinnu, er grunnurinn mótaður samkvæmt teikningum frá Kontio. Fyrir stærri eignir, svo sem einbýlishús, er komið fyrir fráveitu- og rafmagnslögnum, grunnurinn steyptur og oftast settur hiti í gólf. Fyrir smærri hús, allt að 80 m², eru rafmagn og pípulagnir settar upp á sama hátt. Í þessum húsum fylgja oft gólfborð sem hluti af húsinu sjálfu sem styttir og einfaldar undirbúninginn og byggingarferlið. Hægt er að fá gólfborð með öllum húsum hjá Listhús Arc, ef þess er óskað.
Framleiðsla og afhending efna
Kontio framleiðir allar timbureiningar og aðrar byggingareiningar í eigin verksmiðju, sem tryggir samræmi í gæðum og nákvæmni í mælingum. Efnin eru síðan send á byggingarstað þar sem þau eru meðhöndluð af vandvirkni.
Uppsetning hússins
Við komu efna á byggingarstað hefst uppsetningin. Veggir, þak og aðrar burðareiningar eru settar upp af reyndum iðnaðarmönnum í réttri röð og samkvæmt nákvæmum teikningum og leiðbeiningum frá Kontio. SmartLog timbrið er hannað þannig að það sígur mjög lítið með tímanum, sem auðveldar uppsetningu og tryggir stöðugleika byggingarinnar.
Þegar húsið er orðið fokhelt, þ.e. burðarvirki, þak og gluggar eru komnir á sinn stað, er eignin lánshæf fyrir íbúðaláni samkvæmt reglugerð. Á þessu stigi er hægt að sækja um hefðbundið íbúðalán, sem tekur mið af framvinduskýrslum og byggingarstigi eignarinnar.
Frágangur og lokafrágangur
Þegar burðarvirkið er komið upp er unnið að frágangi á þaki, gleri, rafmagni, pípulögnum og einangrun. Innréttingar og annað innra skipulag er einnig sett upp á þessu stigi til að fullgera húsið. Einnig er unnið að endanlegu útliti hússins og öryggi þess.
Lokaskoðun og afhending
Að lokum er húsið skoðað ítarlega til að tryggja að það uppfylli alla gæðastaðla og kröfur. Viðskiptavinurinn fær húsið afhent fullbúið og tilbúið til notkunar, þar sem allt er í samræmi við staðlaðar byggingarreglur.
Eftirfylgni og þjónusta
Listhús býður upp á ráðgjöf og stuðning eftir afhendingu til að viðhalda gæðum hússins og tryggja að viðskiptavinurinn njóti sem bestrar upplifunar af nýja heimilinu sínu.
Traustir samstarfsaðilar í fremstu röð
Við hjá Listhús Arc höfum valið samstarfsaðila sem eru leiðandi á sínu sviði og búa yfir áratuga reynslu í húsasmíði. Þessir samstarfsaðilar eru allir með meistararéttindi og hafa verið handvaldir vegna fagmennsku sinnar, gæðavitundar og áreiðanleika, sem tryggir að allar framkvæmdir okkar séu byggðar á traustum grunni.
Til að auka enn frekar á þekkingu sína og færni hafa starfsmenn Listhús Arc og byggingameistari okkar sótt sérhæfð námskeið hjá Kontio í Finnlandi. Þar hafa þeir lært af fremstu sérfræðingum Kontio, fengið innsýn í nýjustu tækni og aðferðir í timburbyggingum og kynnt sér vistvænar lausnir sem stuðla að sjálfbærni. Með sameiginlegri þekkingu og reynslu leggjum við metnað okkar í að skapa einstök verk sem sameina fegurð, endingu og nútímalega hönnun – allt unnið með gæðaviðmið Kontio að leiðarljósi og í samræmi við umhverfisvænar byggingaraðferðir.
Sé þess óskað getum við hjá Listhús Arc útvegað tilboð frá samstarfsaðilum þannig að þú fáir lokaverðið með draumahúsinu þínu komið á þitt land, tilbúið til innflutnings – allt klappað og klárt.
Athugið að ekki er unnt að gefa 100% endanlegt verð fyrr en að búið er að taka mið af staðháttum hússins, þar með talið jarðskjálftavirkni.
Faxafeni 10, Reykjavík
Sími 888 0606
Netfang: baldvin@listhus.is
Sölumenn
Kíktu í heimsókn eða bókaðu fund með sölumanni
Skipagata 2, Akureyri
Sími 773 5100
Netfang: arnar@fastak.is
Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík
Glæsileg garðhús frá Juliana
& gróðurhús frá Halls
Sjá hér: www.uxhome.is